Þórsarar hafa samið við hinn breska Callum Lawson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild karla. Staðfestir félagið þetta við Hafnarfréttir fyrr í dag.

Lawson var í sænsku efstu deildinni á síðasta tímabili allt fram til áramóta, en þá skipti hann yfir til Keflavíkur í Dominos deildinni.

Með Keflavík skilaði hann 12 stigum og 3 fráköstum á 24 mínútum að meðaltali í leik.

Þórsarar réðu á dögunum Lárus Jónsson sem þjálfara fyrir næsta tímabil, en hann var með Þór Akureyri á síðasta tímabili í Dominos deildinni.