ÍR hefur framlengt samningi við þjálfara sinn í Dominos deild karla, Borche Ilievski Sansa til ársins 2023.

Borche tók við sem aðalþjálfari liðsins árið 2015 og hefur náð að tryggja liðið í úrslitakeppni síðustu fjögur ár. Þar á meðal fór hann með liðið alla leið í oddaleik lokaúrslita á síðasta tímabili.