Pavel Ermolinskij leikmaður Vals og íslenska landsliðsins var gestur í síðustu upptöku af Boltinn Lýgur Ekki. Í þættinum fór hann yfir hina ýmsu hluti. Ræðir hann muninn á íþróttauppeldi samfélaga, útlendingamál á Íslandi, þjálfun yngri leikmanna, hlutverk fjölmiðla, nýjar áskoranir hjá Val og margt fleira.

Pavel að sjálfsögðu verið einn besti, ef ekki sá besti leikmaður sem efsta deild á Íslandi hefur séð. Unnið marga titla með sigursælu liði KR síðasta áratuginn. Þá hefur hann einnig leikið í bestu deildum Evrópu, sem og farið með liði Íslands á tvö lokamót EuroBasket.

Boltinn lýgur ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.

Gestur: Pavel Ermolinskij 

Umsjón: Davíð Eldur og Sigurður Orri