ÍR hefur samið við hinn efnilega Alfonso Birgir Gómez Söruson um að leika með liðinu á komandi tímabili.

Alfonso er 198 cm, 19 ára bakvörður sem leikið hefur upp alla flokka og með meistaraflokki KR. Eftir að hafa verið í liði meistaraflokksins í 15 skipti tímabilið 2018-19, voru tækifærin nokkuð færri á síðasta tímabili.

ÍR býður Alfonso velkominn í fréttatilkynningu sinni og hlakkar þá til að sjá hvað hann getur gert undir handleiðslu Borche Ilievski þjálfara félagsins.