Vormóti Molduxa, sem fara átti fram þann 14. mars næstkomandi hefur verið frestað, eða það slegið af þetta árið. Þetta staðfesta mótshaldarar í færslu á Facebook fyrr í dag.

Tilkynninguna er hægt að lesa hér fyrir neðan:

Sælir félagar og áhugafólk um körfubolta.
Vegna Kórónuveirunnar Covid-19 höfum við ákveðið að taka engar áhættur á að safna fólki saman alstaðar að af landinu í mikið návígi á Vormót Molduxa 2020. Við viljum ekki hafa á samviskunni að dreifa veirunni enn frekar.
Við sendum út tilkynningu á Facebook síðunni Vormót Molduxa um hvort mótið verði á öðrum tíma eða slegið af þetta árið.