Fordæmalausar aðstæður eru uppi í heimi íþrótta þessa dagana. Þar sem að keppni hefur annaðhvort verið frestað um óákveðinn tíma, eða tímabilinu aflýst í flestum deildum.

Karfan fór af stað og tók stöðuna hjá nokkrum málsmetandi aðilum.

Næstur í röðinni er Viðar Örn Hafsteinsson þjálfara toppliðs Hattar í fyrstu deildinni, en þá hefur Viðar einnig verið með yngri landslið Íslands

Hvernig er að vera í leyfi útaf þessum aðstæðum?


“Það er auðvitað hundleiðinlegt að þetta hafi allt stoppað. Það voru stórir leikir framundan hjá okkur sem við hlökkuðum mikið til. En svona er þetta bara og lítið við því að gera”

Nú eru stórar ákvarðanir framundan hjá hreyfingunni, hvað finnst þér mikilvægast að sé til hliðsjónar þegar ákvarðanir eru teknar?


“Já mjög stórar ákvarðanir framundan. Miðað við það sem maður heyrir þá geri ég fastlega ráð fyrir því að mótinu verði slúttað með tilkynningu frá KKÍ á miðvikudag. Hefði viljað sjá þá ákvörðun koma á formannafundi um helgina”

Stórum spurningum enn ósvarað, fari svo að tímabilinu verði aflýst. Hvað leggur þú til að verði gert varðandi þau lið sem koma eigi upp, falla eigi niður og finnst þér að eitthvað lið ætti að fá þann stóra, líkt og við höfum séð í Belgíu og Svíþjóð?

“Ég er bullandi litaður en ég sæi bestu lendinguna í því að tvö lið fari upp úr 1.d og eitt lið fari niður. Þar sem að það var aðeins eitt lið fallið. Stjarnan á að fá deildarmeistaratitil afhentan og úrslitakeppnin fer ekki fram og því enginn íslandsmeistari þetta árið. Sama í kvennaboltanum nema þar ætti 1 lið að fara upp og ekkert niður, hef reyndar ekki hugsað það jafn mikið


“Væri svo reyndar til í að sjá bekkpressukeppni milli þjálfara í Dominos, þar sem væri keppt um þann stóra. Er líklega vonlaust þar sem ekki er hægt að hanna U-laga bekkpressubekk sem hentar fyrir Arnar Guðjóns”

Fari svo að því verði frestað, sérðu fyrir þér að liðin verði klár til þess að klára mótið seinna, jafnvel í sumar?


“Nei ég sé það ekki gerast. Þetta er búið í mínum augum og best að fá niðurstöðu í það sem fyrst til að hægt sé að horfa fram á veginn fyrir næsta vetur. En Finnur Freyr hefur liklega svör við þessu öllu á twitter svo ég skil ekki afhverju er verið að spyrja mig”

Að lokum, með hverju mælir Viðar Örn í samkomubanninu?

“Taka þessu með ró og huga að fólkinu í kringum okkur. Ég hamra á því við mína nemendur í ME að halda rútínu og nýta tímann í góða hluti”