Það var nóg af leikjum í deildarkeppninni í kvöld þar sem segja má að línur hafi skýrst nokkuð.

Valur tryggði sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í Dominos deild kvenna með sigri á KR í hörkuleik. Valur var með tögl og haldir á leiknum fram að fjórða leikhluta þar sem KR átti hreint ótrúlega endurkomu.

Þrír leikir fóru fram í 1. deild kvenna þar sem Fjölnir og ÍR eru í góðri stöðu á toppi deildarinnar.

Í 1. deild karla eru það Vestra menn sem eru að sækja í sig veðrið uppá síðkastið og unnu í kvöld sannfærandi sigur á Skallagrím.

Nánari umfjöllun um leiki kvöldsins er væntanleg.

Úrslit kvöldsins:

Dominos deild kvenna:

Valur 84-77 KR

Fyrsta deild kvenna:

Keflavík 71-88 Fjölnir

Grindavík 67-68 ÍR

Njarðvík 88-65 Tindastóll

Fyrsta deild karla:

Vestri 99-80 Skallagrímur