24. umferð Dominos deildar kvenna lauk í kvöld með þremur leikjum.

Í fyrsta leik umferðarinnar í gær hafði Valur sigrað KR og með því tryggt sér deildarmeistaratitilinn annað árið í röð.

Haukar lögðu Grindavík í Ólafssal, Keflavík vann Breiðablik í Smáranum og í Borgarnesi höfðu heimakonur í Skallagrím betur gegn Snæfell.

Ljóst er að úrslit kvöldsins breyttu ekki miklu fyrir röðun liðanna í deildinni. Liðin sem keppast að því að komast í úrslitakeppnina, Keflavík, Skallagrímur og Haukar unnu öll sína leiki. Þá töpuðu bæði liðin sem tölfræðilega geta fallið, Breiðablik og Grindavík.

Staðan í deildinni

Úrslit kvöldsins

Dominos deild kvenna:

Haukar 77 – 66 Grindavík

Breiðablik 68 – 86 Keflavík

Skallagrímur 70 – 69 Snæfell