Bikarmeistarar Skallagríms tóku á móti nágrönnum sínum í Snæfell í kvöld þegar liðin mættust í sannkölluðum Vesturlandsslag.

Snæfell vann síðasta leik liðanna en Borgnesingar voru mun ákveðnari í fyrri hálfleik. Liðið fór með góða forystu í hálfleikinn 39-28.

Hólmarar gáfu þó ekkert eftir og áttu frábæra endurkomu í þriðja leikhluta þar sem liðið leiddi með tveimur stigum eftir hann. Upphófst æsispennandi lokafjórðungur. Liðin voru jöfn að stigum nánast allar lokamínúturnar en að lokum seig Skallagrímur framúr og löndðu 70-69 sigri.

Keira Robinson var stigahæst hjá Skallagrím með 32 stig, 10 frákösg og 8 stoðsendingar. Emilie Sofie var að vanda með tvöfalda tvennu 19 stig, 13 fráköst. Emese Vida var stigahæst hjá Snæfell með 25 stig.

Borgnesingar eru enn í þriðja sæti deildarinnar og eru á góðri leik með að komast í úrslitakeppnina þegar fjórir leikir eru eftir í deildarkeppninni.

Skallagrímur-Snæfell 70-69 (13-13, 26-15, 14-27, 17-14)

Skallagrímur: Keira Breeanne Robinson 32/10 fráköst/8 stoðsendingar, Emilie Sofie Hesseldal 19/13 fráköst, Maja Michalska 10/4 fráköst, Mathilde Colding-Poulsen 4/5 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 3/5 stoðsendingar, Gunnhildur Lind Hansdóttir 2, Arna Hrönn Ámundadóttir 0, Heiður Karlsdóttir 0, Ingibjörg Rósa Jónsdóttir 0, Arnina Lena Runarsdottir 0, Þórunn Birta Þórðardóttir 0, Karen Munda Jónsdóttir 0.

Snæfell: Emese Vida 25/12 fráköst, Amarah Kiyana Coleman 18/7 fráköst/6 stoðsendingar, Veera Annika Pirttinen 13/6 stoðsendingar, Rebekka Rán Karlsdóttir 5, Gunnhildur Gunnarsdóttir 3/5 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Anna Soffía Lárusdóttir 2, Vaka Þorsteinsdóttir 0, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 0, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0.