Sara Rún Hinriksdóttir og liðsfélagar hennar í Leicester Riders urðu í dag breskir bikarmeistarar í körfubolta með 70-66 sigri á Durham Palatinates.

Titillinn var sá þriðji sem liðið vinnur í röð, en Sara var valin mikilvægasti leikmaður leiksins. Skoraði hún mest allra á vellinum 23 stig, og tók 7 fráköst.

Tölfræði leiks