Það var fín mæting í VHE höllina í kvöld þrátt fyrir alla COVID hræðslu þegar Höttur tók á móti Skallagrím. Fyrir leikinn sátu Hattarmenn á toppi deildarinnar og stefna beint í úrvalsdeild meðan Skallagrímur er í neðri hlutanum og ekki á leið í úrslitakeppni þetta árið. 

Höttur byrjaði betur, Matej Karlovic mætti einbeittur til leiks og skoraði 11 af fyrstu 14 stigum heimamanna. Höttur hafði frumkvæðið í fyrsta leikhluta en gestirnir sprækir. 

Skallgrímsmenn héldu áfram að stríða heimamönnum og náðu forystunni í upphafi 2. leikhluta. Sóknarleikurinn get frekar brösulega hjá báðum liðum og Viðar tók leik hlé í von um að skerpa á sínum mönnum. Sá fyrirlestur skilaði sér í 7 stiga forskoti inní hálfleik. Hálfleikstölur, 40-33.

Hattarmenn héldu áfram að auka forskotið í seinni hálfleik og frekar öruggir í sínum aðgerðum. Sigmar var látin stýra leiknum meira í seinni hálfleik og náðist að fá jafnt og flott framlag frá mörgum leikmönnum.

Höttur var komið í 20 stiga forskot um miðjan 3 leikhlutan 57-37 og hreinlega orðið formsatriði að klára leikinn.  Sá munur hélst allt til enda og fengu ungir að spreyta sig í restina og áttu fínar innkomur. Lokatölur 85-66 fyrir Hetti.

Hjá Hetti voru einir 7 leikmenn með megin þorran af mínútunum og allir með gott framlag. Ásmundur Hrafn Magnússon var flottur í kvöld með 16 stig og góða nýtingu, 4/7 í þristum.

Nýtingin var talsvert betri hjá heimamönnum í kvöld: Höttur: 35 af 74 – 47% gegn Skallagrím: 21 af 65 – 32%

Skallagrímsmenn voru flottir á köflum og voru duglegir að stela boltum. Þeir hins vegar létu heimamenn aðeins ýta sér útúr aðgerðum á örðum köflum og virtust ekki tilbúnir í hörkuna í Hattarmönum.

Tölfræði leiksins
Leikurinn í heild sinni 

Dómarar leiksins voru þeir Aðalsteinn Hrafnkelsson og Sigurbaldur Frímannsson sem voru með góð tök á leiknum.

Umfjöllun: Pétur Guðmundsson