Leikmenn Utah Jazz, þeir Donavan Mitchell og Rudy Gobert, eru samkvæmt læknum lausir við Covid-19 veiruna. Leikmennirnir voru á sínum tíma þeir fyrstu í NBA deildinni til þess að greinast með hana, en greining Gobert var á sínum tíma ástæða þess að deildinni var frestað.

Síðan að þeir greindust hafði einn annar leikmaður fengið veiruna og náð fullum bata, leikmaður Detroit Pistons, Christian Wood. Fréttir af heilsu annarra leikmanna deildarinnar sem greinst hafa með hana eru ekki ljósar, en ásamt þessara þriggja leikmanna höfðu Marcus Smart hjá Boston Celtics, Kevin Durant hjá Brooklyn Nets og tveir ónafngreindir leikmann toppliðs Los Angeles Lakers einnig verið staðfestir með Covid-19.

Mitchell var af skilaboðum sínum á Twitter að dæma hæstánægður með fréttirnar: