Nettómótinu 2020 var rétt í þessu frestað um ótilgreindan tíma.

Áður höfðu aðstandendur mótsins árettað að mótið færi fram á tilsettum tíma, en samkvæmt fréttatilkynningunni sem kom út rétt í þessu eru það upplýsingar af fundi Almannavarna frá því fyrr í dag sem að eru þess valdandi að nú er ákveðið að fresta mótinu.

Fréttatilkynningu mótshaldara má lesa hér fyrir neðan:

Á stöðufundi mótsnefndar sem fór fram nú síðdegis var tekin sú erfiða ákvörðun að fresta Nettómótinu um ótilgreindan tíma. Mikil forsendubreyting varð í dag eftir fund Almannavarna síðdegis þar sem lýst var yfir neyðarstigi og í kjölfarið fóru afboðanir að berast í miklum mæli.

Mótsnefnd mun senda út frekari upplýsingar um framhald mála á næstu dögum.

KarfaN, hagsmunafélag