Vegna heimsfaraldurs Covid-19 gera forráðamenn liða NBA deildarinnar ekki ráð fyrir að deildin haldi áfram fyrr en í fyrsta lagi um miðjan júní. Þetta staðfesti ESPN fyrr í dag.

Samkvæmt fréttunum er óvissan mikil, en eigendur liða óttast það að mögulega muni tímabilið tapast alveg vegna greiningar sérfræðinga á þeim seinagangi sem Bandaríkin hafa sýnt í viðbrögðum við faraldrinum. Þar sem að gagnrýnt er harðlega hversu illa Bandaríkjamönnum er að takast að fletja út kúrfu faraldursins, sem og að gera greiningu veikinnar aðgengilegri.

Smitsjúkdómavarnir Bandaríkjanna settu á samkomubann á sunnudagskvöldið þar sem 50 eða fleiri mega ekki vera á saman stað næstu átta vikurnar. Búst er við að í kjölfarið muni þróunardeild NBA og öllum neðri deildum vera aflýst, en að beðið verði með að gera slíkt hið sama fyrir aðaldeildina. Þangað til nýjar upplýsingar koma, verður liðum deildarinnar bannað að halda liðsæfingar, en einstaklingsæfingar verða áfram heimilar, þar sem mælst verður til þess að allir sem heimsækji æfingaaðstöður félaganna verði hitamældir.