MG10 með sjö þrista er Reynir lagði Njarðvík í Nesfiskhöllinni

Kapphlaupið um heimavallaréttinn við Hrunamenn heldur áfram. Bæði lið eru með 20 stig og fimm leikir eftir. Hrunamenn unnu fyrri leik liðanna með 6 stiga mun og Reynismenn unnu heima með 2 stigum. Það er því nóg fyrir Hrunamenn að enda deildarkeppnina með sama stiga fjölda og Reynir.

Leikurinn gegn UMFN b fór ekki vel af stað og var eins og lið heimamanna hafi verið stillt á off. Páll Kristins var sjóðheitur í byrjun og sýndi hver réði undir körfunni. Staðan eftir fimm mínútur 0 – 13. Það var ekki fyrr en á 5 mín sem Guðmundur Auðun Gunnarsson setti fyrstu stig heimamanna. Þrátt fyrir þessa byyrjun þá voru Reynismenn aðeins 9 stigum undir 11 – 20 eftir 1 fjórðung.


Annar fjórðungur var síðan eign Reynismanna og voru settir 7 þristar í honum , þar af Magnús Þór með 4. Leikhlutinn fór 29 – 18 og það voru því Reynismenn sem fóru með tveggja stiga forskot inn í seinni hálfleikinn 40 – 38.


UMFN B byrjaði seinni hálfleikinn vel og náðu aftur frumkvæði. Þeir leiddu síðan 51 – 56 fyrir lokaleikhlutann.


Mikil spenna var í fjórða leikhluta og reyndist gamli refurinn Páll Kristins Reynismönnum erfiður. En Reynismenn áttu trom inni og virtust vera að sigla sigrinum í land með góðri þriggja stiga nýtingu. Staðan þegar aðeins 1,11 mín eftir 73 – 67. Njarðvíkingar með Palla með stáltaugar á vítalínunni jafnaði leikinn 73 – 73 þegar 6,1 sek var eftir. Jón Guðbrandsson tók leikhlé og eftir það náði Guðmundur skoti en það geigaði og framlenging framundan.


Þriggja stiga skotin duttu hjá Reynis mönnum í framlengunni og kláruðu leikinn þrátt fyrir hetjulega baráttu Njarðvíkinga. Loka tölur því 86 – 80 fyrir Reyni.

Stutt er á milli leikja og fá Reynismenn lið Vals B í heimsókn næsta föstudag 6 mars kl 19.00 í Nesfiskhöllinni.

Tölfræði Reynis

Magnús Þór Gunnarsson 30 stig 1/2 vítum 5 villur 7 þrista
Guðmundur Auðunn Gunnarsson 13 stig 2/4 vítum 1 villa 3 þristar
Kumasi Máni Hodge 12 stig 5 villur 2 þristar
Garðar Gíslason 8 stig 1 villu
Eðvald Ómarsson 7 stig 1/2 vítum 2 villur 2 þrista
Jón Böðvarsson 6 stig 0/2 vítum 5 villur
Sverrir Týr Sverrisson 6 stig 2 villur 2 þristar
Sigurður Friðrik Gunnarsson 2 stig 4 villur
Viðar Hammer Kjartansson 2 stig
Gestur Leó Guðjónsson
Kristján Þór Smárason
Hilmir Guðjónsson

Páll Kristinsson með 32 stig og 12/15 vítum 3 villur fyrir UMFN b.