Það er nóg af körfubolta á þessum fallega þriðjudegi. Risaslagur fer fram í Origo höllinni þar sem efstu lið Dominos deildar kvenna mætast.

Liðin mættust í undanúrslitum Geysisbikarkeppninnar fyrir nokkrum vikum þar sem KR hafði betur. Valur hefur hinsvegar unnið leiki liðanna í deildinni til þessa. Því má búast við rosalegri rimmu í kvöld.

Þrír leikir fara fram í 1. deild kvenna þar sem spennan er mikil og margt getur gerst fyrir úrslitakeppnina. Þá fer fram áhugavert rimma á Ísafirði þar sem Borgnesingar eru í heimsókn í 1. deild karla.

Fjallað verður nánar um leiki kvöldsins á Körfunni.

Leikir dagsins

Dominos deild kvenna:

Valur KR – kl. 19:15

Fyrsta deild kvenna:

Keflavík Fjölnir – kl. 19:15

Grindavík ÍR – kl. 19:15

Njarðvík Tindastóll – kl. 19:15

Fyrsta deild karla:

Vestri Skallagrímur – kl. 19:15