Hér fyrir neðan ber að líta skemmtilegt viðtal sem Fox sjónvarpsstöðin tók við aðstoðarþjálfara Dallas Mavericks, Jenny Boucek. Líkt og tekið er fram í því er Boucek ein af ellefu konum sem eru aðstoðarþjálfarar í NBA deildinni.

Í viðtalinu er farið yfir þá vegferð sem það var fyrir hana að komast að í NBA deildinni, sem og hvernig það gekk upp fyrir hana að eignast barn, verandi þjálfari í deild þar sem fáir dagar eru í frí og mikið er ferðast. Líkt og hún tekur fram er það ungt fólk frá Íslandi sem hefur skipst á að hjálpa henni með barnið, en hún hefur allar götur haldið sambandi við landið síðan hún spilaði með Keflavík tímabilið 1997-1998.

Innslagið má sjá í heild hér fyrir neðan.