Framherjinn efnilegi hjá Boston Celtics í NBA deildinni Jayson Tatum svaraði spurningu á dögunum á Twitter varðandi hvaða fimm leikmenn hann taldi vera þá bestu allra tíma.

Líkt og svo allir aðrir leikmenn deildarinnar er Tatum í fríi, lokaður af einhverstaðar þessa dagana og mjög virkur á samfélagsmiðlum. Hvatti hann fylgjendur sína á Twitter til þess að spyrja hann spjörunum úr.

Var hann þar spurður hverjir væru að hans mati fimm bestu leikmenn allra tíma. Svarið hans Mike, bron, bean, Magic, Kareem. Þar á hann að öllum líkindum við Michael Jordan, LeBron James, Kobe Bean Bryant, Magic Johnson og Kareem Abdul Jabbar.

Áhugavert þykir að val hans inniheldur ekki einn fyrrum leikmann Boston Celtics, en fjóra sem annaðhvort leika, eða léku með aðal keppinaut þeirra í gegnum árin, Los Angeles Lakers.