Fyrri hálfleikur
Upphaf leiksins tafðist um 20 mínútur vegna bilaðrar hliðarkörfu en eftir að búið var að laga hana gat leikurinn hafist og liðin skiptast á körfum, staðan 6-6 eftir þrjár mínútur. Eftir 5 mínútur er Valur búið að setja 4 þrista en Grindavík engan og staðan 12-6 fyrir Val! Ákefðin er ekki mikil hjá liðunum þrátt fyrir mikilvægi leiksins en Grindavík setur loks þrist þegar 2 tvær mínútur eru eftir og minnkar muninn í 12-10 – ekki mikið skorað í fyrsta leikhluta! Liðin skiptast á körfum síðustu mínútur leiklutans og endar hann með 1 stigs forskoti Grindavíkur 17-18. Aðeins er farið að hitna í kolunum og leikmenn beggja liða farnir að taka aðeins meira á því.


Í öðrum leikhluta virðist stemmningin vera meira Grindavíkurmegin og þeir skora fyrstu 7 stigin áður en Valur svarar með tveimur körfur í röð og liðin skora til skiptis og staðan 25-28 þegar þrjár mínútur eru liðar af öðrum leikhluta. Virðist stefna í jafnan leik ef fram heldur sem horfir, en Grindvíkingar virðast alltaf vera skrefinu á undan og eru yfir 25-30 þegar leikhlutinn er hálfnaður. Munurinn eykst Grindavík í hag næstu mínútur og staðan orðin 30-40 eftir fyrri hálfleik.

Seinni hálfleikur
Valsmenn byrja á tveimur þristum en Grindavík svarar með tveimur körfum. Aðeins virðast leikmenn vera að vakna úr ládeyðunni og liðin setja körfur á víxl. Staðan 41-46 eftir tröllatroðslu PJ hjá Val. Um miðbik leikhlutans fá Valsmenn daæmdar á sig villur sem þeir eru ósáttir við og fá dæmda tæknivillu fyrir mótmæli og Grindavík fær vítaskot og kemst í 44-52. Tveir þristar koma Grindavík í 46-58 og þrjár mínútur eftir af leikhlutanum. Valsmenn eru búnir að klikka á nokkrum sniðskotum og tapa boltanum undanfarnar sóknir. Grindvíkingar virka hungraðri í sigur og möguleika á sæti í úrslitakeppni deildarinnar enn sem komið er og fara með 11 stiga forystu í lokafjórðunginn 50-61 í raun er ótrúlegt að munurinn sé ekki meiri.


Nú er að duga eða drepast fyrir bæði lið!
Baráttan virðist aðeins að aukast og Grindavík missir Valdas útaf eftir tvær mínútur með 5 villur en munurinn enn 12 stig Grindavík í vil. Grindvíkingar ná að halda Val í skefjum og auka muninn í 15 stig 58-71 þegar lokaleikhlutinn er hálfnaður og allt stefnir í sigur Suðurnesjaliðsins sem gefur bara í og endar að lokum með auðveldum sigri 68-90.

Mest áberandi í Grindurvíkurliðinu voru þeir, Arnar, Ólafur, Seth og Rakic sem setti mikilvægar körfur, sérstaklega í seinni hálfleik en Magnús, Pavel og PJ drógu vagninn fyrir Val

Tölfræði leiks

Umfjöllun / Hannes Birgir