Framkvæmdarstjóri WNBA deildarinnar bandarísku, Cathy Engelbert hefur tilkynnt að streymisveita deildarinnar, WNBA League Pass, verði gjaldfrjáls næstu 30 dagana, en þar er að finna heilan helling af leikjum úr deildinni frá síðustu árum.

Þar sem að enginn leikur er á dagskrá á næstunni, í neinni deild í heiminum, verður þetta því að teljast kjörið tækifæri fyrir aðdáendur körfubolta til þess að horfa, jafnvel aftur, á þriðja leik úrslitaeinvígis New York Liberty og Houston Comets frá 1999, alla leiki milli Los Angeles Spark og Minnesota Lynx, eða stórbrotna sigurkörfu Dearica Hamby gegn Chicago Sky frá úrslitakeppni síðasta árs.

Hér fyrir neðan er hægt að finna hlekki til þess að nálgast þjónustuna.