KKÍ fundaði í gær með ÍSÍ og öðrum sérsamböndum, þar sem ákveðið var að standa við mótahald sambandsins þar til tilmæli kæmu um annað frá yfirvöldum. Þeir leikir sem eru á dagskrá í Domino’s deild karla í kvöld og annað kvöld munu því fara fram, þrátt fyrir Covid-19 heimsfaraldurinn. Hins vegar hafa aðstæður valdið því að fjölmörg félög hafa afboðað komu sína á þau fjölliðamót sem voru á dagskrá hjá yngri flokkum og í öðrum deildum og hefur KKÍ því ákveðið að fresta þeim mótum sem áttu að fara fram þar til eftir páska.

Þessi ákvörðun mun hafa áhrif á eftirfarandi flokka og deildir:

Minnibolti 10 ára, drengir og stúlkur

Minnibolti 11 ára, drengir og stúlkur

7. flokkur, drengir og stúlkur

8. flokkur, drengir og stúlkur

9. flokkur, drengir og stúlkur

2. deild kvenna, fjölliðamót

KKÍ mun senda frá sér nánari tilkynningar varðandi mót í ofangreindum flokkum síðar.