Fjölnir hefur nú leit af nýjum þjálfara fyrir meistaraflokk karla. Falur Jóhann Harðarson verður ekki þjálfari liðsins áfram, hann greindi frá þessu á Facebook síðu sinni fyrr í dag.

Falur hefur þjálfað Fjölni síðustu þrjú ár og kom liðinu þar á meðal upp í Dominos deildina. Þar sem hann stýrði liðinu í vetur, Fjölnir vann tvo leiki í Dominos deildinni og féll úr henni þrátt fyrir einungis 21. umferð hafi verið leikin. Hann kom liðinu einnig í undanúrslit bikarkeppninnar þar sem liðið lék í Höllinni. Samkvæmt Fali er ákvörunin að hans frumkvæði og tekin í sátt og samlyndi.

„Ég er mjög þakklátur fyrir tímabilin þrjú í Grafarvoginum, sem hafa verið mér mjög lærdómsrík, krefjandi og skemmtileg. Mér var sérlega vel tekið frá fyrsta degi og þakka ég kærlega kynni við fjöldan allan af fólki sem kemur að starfinu í Grafarvoginum. Leikmönnum, stjórn, starfsfólki félagsins, hvort sem er í Dalhúsum eða Fjölnishöllinni þakka ég sérstaklega fyrir ánægjuleg kynni og óska alls hins besta í baráttunni.“ segir Falur í tilkynningu sinni.