Aga- og úrskurðarnefnd birti niðurstöður frá fundi nefndarinnar fyrr í dag þar sem

Þar kemur fram að Evan Singletery leikmaður ÍR fái eins leiks bann fyrir háttsemi sína í leik liðsins gegn Grindavík í síðustu viku. Þar fékk hann óíþróttamannslega villu snemma í leiknum og svo tæknivillu undir lok leiksins og var því vísað af velli.

Þetta er í annað skipti sem Evan er rekin úr húsi fyrir sömu sakir sem þýðir að hann fær eins leiks bann í þetta sinn. Hann missir því af leik liðsins gegn Tindastól sem fram fer annað kvöld í Síkinu.

Þá fékk Fanney Lind Thomas leikmaður Breiðabliks einnig eins leiks bann en þar sem niðurstaðan var ekki kynnt fyrr en í dag var hún með liðinu í sigri á Haukum í kvöld. Hún mun þá taka bannið út er Breiðablik mætir Val þann 18. mars næstkomandi.