ESPN mun flýta frumsýningu á heimildarþáttum um Michael Jordan til 19. apríl. Þetta staðfestir Andrew Marchand í New York Post.

Þættirnir eru 10 talsins og bera nafnið Síðasti Dansinn (e. Last Dance) en þeir voru upphaflega kynntir síðastliðinn desember.

Samkvæmt Marchand mun ESPN tilkynna frumsýninguna á næstu dögum, en stöðin sjálf hefur neitað að staðfesta þær fréttir.

Michael Jordan af mörgum talinn vera einn besti körfuknattleiks og íþróttamaður allra tíma og hafa aðdáendur verið duglegir að krefja stöðina um að umræddir þættir verði frumsýndir fyrr en seinna þar sem að öllum leikjum hafi annaðhvort frestað eða aflýst vegna Covid-19 veirunnar sem herjar nú á heiminn.