Bandarískur leikmaður Selfoss Körfu í fyrstu deildinni, Christian Cunningham, hefur oft á tíðum verið stórkostlegur í vetur. Í 19 leikjum með liðinu hefur hann skilað 22 stigum og 18 fráköstum að meðaltali í leik. Þá leiðir hann deildina í framlagi, með 34 framlagsstig í leik.

Selfoss sem stendur í 6. sætinu, fjórum stigum frá Álftanesi, sem er í síðasta sæti úrslitakeppni fyrstu deildarinnar. Fjórar umferðir eru eftir hjá báðum liðum, en liðin munu mætast í lokaleik deildarkeppninnar þann 20. næstkomandi.

Þau 22 stig sem Cunningham skorar að meðaltali í leik segja þó bara hálfa söguna, en líkt og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan, þá koma ófá þessara stiga með troðslum og þónokkrar þeirra einfaldlega beint í grillið á annars fínum varnarmönnum fyrstu deildarinnar.