Bakvörðurinn Brynjar Þór Björnsson mun ekki leika með félögum sínum í KR annað kvöld þegar að liðið tekur á móti Stjörnunni í 20. umferð Dominos deildar karla.

Brynjar mun ekki taka þátt vegna hættu á því að smitast af Kórónaveirunni, en samkvæmt færslu hans af Facebook er hann mótafallinn því að mæta á hópsamkomur sem slíkar á meðan að svo lítið er vitað um smitsjúkdóminn.

Fyrir leikinn er Stjarnan sem stendur í efsta sæti deildarinnar, nánast búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn á meðan að KR er í 4. sætinu og í harðri baráttu við Tindastól og Njarðvík um heimavallarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Færslu Brynjars má lesa í heild hér fyrir neðan: