Breiðablik lagði Hauka fyrr í kvöld í 25. umferð Dominos deildar kvenna, 75-67. Eftir leikinn er KR sem áður í öðru sæti deildarinnar á meðan að Breiðablik er nú í því sjöunda, tveimur stigum fyrir ofan Grindavík sem eru í fallsætinu.

Það voru gestirnir úr Hafnarfirði sem voru skrefinu á undan í upphafi leiks. Leiddu með 4 stigum eftir fyrsta leikhluta, 13-17. Undir lok fyrri hálfleiksins gera þær svo vel í að halda í þá forystu og eru 6 stigum yfir þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 29-35.

Í upphafi seinni hálfleiksins gera heimakonur vel í að vinna niður mun Hauka, en eru þó enn þremur stigum undir fyrir lokaleikhlutann, 44-47. Í honum ná þær svo völdum á leiknum og sigra að lokum með 8 stigum, 75-67.

Atkvæðamest fyrir Breiðablik í leiknum var Danni Williams með 39 stig og 14 fráköst. Fyrir Hauka var það Randi Brown sem dróg vagninn með 36 stigum og 13 fráköstum.

Tölfræði leiks

Myndasafn