Véfréttin er mætt aftur eftir full langt hlé og fékk til sín á Vesturbæinn góðan gest, Guðmund Auðun Gunnarsson.

Litríkur leikmaður þáttarins er Metta World Peace og með honum fylgja tónar frá heimslóðum hans í Queens, New York.

Fórum yfir bikarleikina, landsleikina og síðustu umferð Dominos deildar karla.

Heimshornið var á sínum stað sem og stutt umfjöllun um NBA deildina.

Boltinn lýgur ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.

Dagskrá:

00:00:00 – Dominos deild karla
01:09:00 – Heimshornið, Metta og NBA deildin