Borgarstjóri New York borgar í Bandaríkjunum, Bill de Blasio, tilkynnti í gær að hringir yrðu fjarlægðir af 80 körfuboltavöllum í borginni til þess að berjast við Covid-19 faraldurinn sem geisar nú um jörðina gjörvalla.

New York borg að sjálfsögðu verið löngum þekkt sem Mekka körfuknattleiks í Bandaríkjunum þrátt fyrir að ekkert lið þaðan hafi unnið NBA deildina síðan snemma á áttunda áratug síðustu aldar, en þar eru um 1700 vellir í heildina.

Sagði de Blasio að á þessum 80 völlum hafi yfirvöld þurft að hafa mikið fyrir því síðustu daga til þess að stoppa þá leiki sem fóru fram, þrátt fyrir útgöngubann borgarbúa og þessvegna verði gripið til þessara aðgerða. Enn frekar sagði hann því ekkert til fyrirstöðu að loka þeim öllum ef vandamálið héldi áfram.

Hversu viturlegt það er, eru þó ekki allir á eitt sáttir hvort þetta muni hafa áhrif á leik íbúa borgarinnar: