Aukasendingin kom saman og fór yfir síðustu umferðir Dominos deilda karla og kvenna. Gestur þáttarins að þessu sinni ekki af verri endanum, fyrrum leikmaður Keflavíkur og Breiðabliks í Dominos deildinni, núverandi leikmaður b liðs Grindavíkur, Lovísa Falsdóttir.

Farið er yfir hvernig tímabilið hefur gengið til þessa hjá öllum liðum deildanna og þeim gefin einkun fyrir tímabilið í heild.

Boltinn lýgur ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.

Gestur: Lovísa Falsdóttir

Dagskrá:

00:30 – Kórónaveiran og möguleg frestun leikja

10:45 – Dominos deild kvenna, síðasta umferð og einkunnagjöf (A+ til F) fyrir öll lið deildarinnar

52:50 – Dominos deild karla, síðasta umferð og einkunnagjöf (A+ til F) fyrir öll lið deildarinnar