Framherji Detroit Pistons Christian Wood hefur náð fullum bata aftur eftir að hafa greinst með Covid-19 veiruna fyrr í mánuðinum. Samkvæmt umboðsmanni hans Adam Pensack líður leikmanninum vel, en hann ræddi við WXYZ útvarpsstöðina í gær.

Wood var á sínum tíma þriðji leikmaður deildarinnar sem greindist með veiruna, á eftir þeim Donovan Mitchell og Rudy Gobert hjá Utah Jazz. Síðan þá hafa fleiri greinst með hana, s.s. leikmaður Brooklyn Nets, Kevin Durant og tveir ónafngreindir leikmenn toppliðs Los Angeles Lakers.