Besti leikmaður úrslitaleiks stúlknaflokks í Geysisbikarnum var leikmaður Njarðvíkur, Vilborg Jónsdóttir.

Hérna er meira um leikinn

Njarðvík vann góðan sigur á KR í úrslitaleik þar sem síðustu mínúturnar voru æsispennandi. Njarðvík hafði þó að lokum 69-62 sigur. Á rúmum 32 mínútum spiluðum í leiknum skilaði hún 25 stigum, 7 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Karfan spjallaði við Vilborgu eftir leik í Laugardalshöllinni.