Fyrri hálfleikur
Grindavík spilar án Jordan Reymonds og munar um minna. Grindavík skoraði fyrstu körfu leiksins en næstu 10 stig voru Valsmanna og þá tekur Grindavík leikhlé. Valsliðið heldur yfirburðum og leiðir 15-4 eftir miðjan fyrsta leikhluta. Grindavík virðist engin svör finna við pressuvörn Vals og tapa leikmenn boltanum sífellt. Loks færist aðeins meiri ró yfir leikmenn Grindavíkur og Tania Pierre-Marie nær að skora nokkrar körfur með góðum hreyfingum og staðan 26-13 áður en Valsliðið skorar síðustu 9 stig leikhlutans og leiðir 37-13 í lok fyrsta leikhluta.


Grindavík gengur betur að skora í öðrum leikhluta en Val gengur þokkalega líka og staðen um miðjan leikhluta er 53-23 og þegar orðið nokkuð ljóst hvort liðið fer með sigur af hólmi. 10 leikmenn Vals hafa spilað í fyrri hálfleik og 8 leikmenn Grindavíkur þannig að flestir leikmenn liðanna eru að fá spilatíma í leiknum! Vörn Valsliðsins hefur öðru fremur skapað þetta forskot og stuðlað að 17 töpuðum boltum hjá Grindavík og staðan 63-31 í hálfleik.

Seinni hálfleikur
Liðin skiptast á körfum í upphafi seinni hálfleiks en síðan heldur Valsliðið áfram að refsa Grindavík fyrir mistök og nær 41 stigs forystu 76-35 þegar þriðji leikhluti er hálfnaður!


Yfirburðir Vals eru algjörir og liðið nær 57 stiga forystu 94-37 í lok fjórðungsins. Fjórði leikhluti er bara formsatriði enda einkennist hann af því að leikurinn er í raun búinn og endar með auðveldum sigri Vals 118-55!

Valsliðið var mörgum númerum of stórt fyrir Grindavík í þessum leik og sigur liðsins nánast öruggur eftir nokkurra mínútna leik.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Væntanlegt)

Umfjöllun / Hannes Birgir

Myndir / Guðlaugur Ottesen