Valskonur mættu í heimsókn í Smárann, þar sem að 65 áhorfendur sátu á pöllunum og biðu spenntir eftir að flautað yrði á leikinn. Staðan í deildinni milli efstu og neðstu liða er frekar brött, með því sögðu hefðu helstu spádómar verið einróma um Valssigur- sem var jú raunin.  Hverjum hefði því dottið það í hug að annar og þriðji leikhluti hafi ollið nokkrum áhorfendum, jafnvel leikmönnum, magasár af stressi?

Í fyrsta leikhluta sýndu Valskonur sínar betri hliðar, þær áttu auðvelt með að skora, sjá opnar sendingar og sækja á körfuna. Leikhlutinn var rétt rúmlega hálfnaður þegar að Valur náði 11 stiga forystu, rokkaði munurinn milli 11 og 14 stiga, en það var svo Danni sem minnkaði muninn niður í átta stig rétt áður en leikhlutanum lauk.

Mætti segja að annar leikhluti hafi byrjaði hraðar en sá fyrsti, með hraðanum koma mistökin og voru þau tiltölulega fleiri hjá hvoru liði fyrir sig á fyrstu mínútum heldur en í öllum fyrsta leikhlutanum. Það var á fimmtu mínútu þegar að Breiðablik kemur muninum niður í tvö stig og þvingar Val til þess að taka leikhlé. Ekki er vitað hvað hvor þjálfari fyrir sig sagði við leikmenn sína en mættu þeir baráttuglaðir aftur inn á völlinn. Blikar neituðu að gefa Val neitt, sem áttu fá svör við allt öðru Blika liði sem stóð á vellinum fyrir framan þær. Leikhlutinn endaði með eins stigs mun 44-45 fyrir gestunum.

Í hálfleik voru það Dani og Kiana sem voru stigahæstar fyrir sín lið, Dani var með 26 stig og fimm fráköst og fjórar stoðsendingar en Kiana var með 15 stig, fimm stoðsendingar og tvo stolna.

Þriðji leikhluti var líkur þeim öðrum, mikið var um baráttu á vellinum og hélst stigaskorið í hendur út leikhlutann. Dani dróg vagninn fyrir Breiðablik, hélt öllum bekknum á tánum, fagnandi með trú fyrir verkefninu sem stóð fyrir hendur.  Aftur á móti fór mest fyrir Micheline á upphafs mínútunum en einnig hélt Kiana og Sylvía baráttunni á lífi Vals megin, ekki fór mikið fyrir Helenu í þessum þriðja leikhluta þrátt fyrir að hún hafi spilað lykilhlutverk í að halda Valsliðinu yfirveguðu.

Það tók Val ekki nema 36 sekúndur að jafna leikinn aftur og á næstu mínútum á eftir fóru þær að síga fram úr hægt og rólega. Guðbjörg sýndi gamla og góða takta er hún setti niður þrjá mikilvæga þrista (af þremur tilraunum), sá fyrsti ók sjálfstraust Valskvenna, næsti kveikti undir bekknum og áhorfendum og allt er þegar þrennt er. Sá síðasti undirstrikaði það að Valskonur komu í Smárann til þess að fara með tvö stig heim aftur.

Tölfræði leiks

Umfjöllun / Regína Ösp