Fjórir leikir fóru fram í 1. deild karla í kvöld þar sem toppbaráttan er í algleymi.

Toppliðin þrjú Hamar, Höttur og Breiðablik unnu góða sigra og halda enn í efstu sætin. Breiðablik og Hamar mætast á þriðjudaginn í risaslag þar sem annað liðið mun komast nær sæti í efstu deild að ári.

Selfoss færist nær baráttu um sæti í úrslitakeppni eftir öruggan sigur á Snæfell í kvöld.

Staðan í 1. deild karla.

Úrslit kvöldsins:

Fyrsta deild karla:

Höttur 107-63 Sindri

Hamar 96-83 Álftanes

Skallagrímur 80-94 Breiðablik

Selfoss 96-77 Snæfell