Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik er nú á leið í fyrri leikinn í þessum landsliðsglugga sem stendur yfir dagana 17.-24. febrúar og ferðast út í dag til Kósóvó.

Þá mun liðið leika úti gegn heimamönnum á fimmtudaginn kemur 20. febrúar og svo heima í Laugardalshöllinni gegn Slóavakíu sunnudaginn 23. febrúar. Leikurinn hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma og verður í beinni á RÚV2.

Tvær breytingar hafa orðið á liðinu frá því í vikunni en þeir Pavel Ermolinskij og Ægir Þór Steinarsson gátu ekki ferðast með út og tekið þátt fyrri leiknum af persónulegum ástæðum en ennþá er möguleiki á að þeir geti spilað seinni leikinn.

Inn í liðið boðaði Craig Pedersen þjálfari þá Ólaf Ólafsson, Grindavík og Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Val.

Íslenska liðið verður því þannig skipað gegn Kósovó.

Nafn · Félag · Landsleikir
Breki Gylfason · Haukar · 6
Gunnar Ólafsson · Stjarnan · 18
Hjálmar Stefánsson · Haukar · 15
Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík · 82
Kári Jónsson · Haukar · 10
Kristinn Pálsson · Njarðvík · 13
Ólafur Ólafsson · Grindavík · 36
Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll · 9
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · 45
Sigtryggur Arnar Björnsson · Grindavík
· 8
Tómas Þórður Hilmarsson · Stjarnan · 4
Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza · 37