Besti leikmaður úrslitaleiks drengjaflokks í Geysisbikarnum var leikmaður KR, Þorvaldur Orri Árnason.

Hérna er meira um leikinn

KR vann öruggan sigur á Breiðablik í úrslitaleiknum, en liðið gaf tóninn með að komast í 12-3 í byrjun leiks. Á rúmlega 32 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þorvaldur 23 stigum, 10 fráköstum, 6 stoðsendingum og 4 vörðum boltum.

Karfan spjallaði við Þorvald Orra eftir leik í Laugardalshöllinni.