KR lagði Hauka fyrr í kvöld í 21. umferð Dominos deildar kvenna, 75-72. Eftir leikinn skilja sex stig liðin að, en KR er sem fyrr í öðru sæti deildarinnar á meðan að Haukar eru í því þriðja.

Það voru gestirnir úr Hafnarfirði sem voru skrefinu á undan í upphafi leiks, leiða með þremur stigum að loknum fyrsta leikhluta, 19-22. Undir lok fyrri hálfleiksins snúa heimakonur í KR þó taflinu sér í vil og eru með fjögurra stiga forystu þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 48-44.

Í upphafi seinni hálfleiksins gerir KR svo vel í að ekki bara halda í forystu sína, heldur bæta aðeins við. Leyfa aðeins átta stig í þriðja leikhlutanum, en skora þrettán og eru því með þægilegt níu stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 61-52. Í honum gera þær svo vel í að halda þessari forystu sinni, ná henni mest í fimmtán stig á kafla, en þökk sé stórbrotnum lokasekúndum, ná Haukar að koma muninum niður í þrjú stig áður en leikurinn endar. Lengra komust þær þó ekki, lokatölur, 75-72.

Atkvæðamest fyrir KR í leiknum var Danielle Rodriguez með 17 stig, 12 fráköst, 8 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Fyrir Hauka var það Rósa Björk Pétursdóttir sem dróg vagninn með 8 stigum og 5 fráköstum.

Tölfræði leiks