Rétt í þessu varði Stjarnan Geysisbikarmeistaratitil sinn í meistaraflokki karla með sigri á Grindavík í úrslitaleik í Laugardalshöllinni, 75-89.

Mikið jafnræði var á með liðunum í fyrri hálfleiknum, en Stjarnan seig svo frammúr í seinni hálfleiknum og tryggði sér sigurinn þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir Grindvíkinga til þess að vinna forystuna niður.

Frekari umfjöllun, viðtöl og myndir eru væntanlegar á Körfuna innan skamms.