Áform eru uppi um endurvakningu meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni í Garðabæ, en húsfyllir var á fundi um stofnun meistaraflokksráðs kvenna hjá félaginu í gær.

Meistaraflokkur kvenna var lagður niður hjá Stjörnunni síðasta sumar, eftir að flestir lykilleikmenn liðsins höfðu yfirgefið herbúðir þess. Nú virðast Garðbæingar hins vegar vera byrjaðir að leggja drög að endurstofnun kvennaliðs félagsins, sem gera má ráð fyrir að taki þátt í 1. deild kvenna í náinni framtíð.