Besti leikmaður úrslitaleiks 10. flokks drengja í Geysisbikarnum var leikmaður Stjörnunnar, Sigurður Rúnar Sigurðsson.

Hérna er meira um leikinn

Í naglbíts sigri hans manna á Breiðablik var Sigurður frábær þegar á reyndi undir lok leiksins. Á rúmum 21 mínútum spiluðum í leiknum skilaði hann 22 stigum, 16 fráköstum, 2 stolnum boltum og 2 vörðum skotum.

Karfan spjallaði við Sigurð eftir leik í Laugardalshöllinni.