Í kvöld fer fram annar leikur karlaliðs Íslands í undankeppni HM 2023 þar sem að liðið mætir Slóvakíu í Laugardalshöllinni. Fyrsta leik mótsins tapaði liðið naumlega ytra fyrir Kósovó síðastliðinn fimmtudag. Þjálfara liðsins gerðu tvær breytingar á liðinu fyrir kvöldið, en liðið í heild má sjá hér.

Leikurinn hefst kl 20:00 og fer fram í Laugardalshöllinni. Karfan ræddi við Sigtrygg Arnar Björnsson leikmann landsliðsins á æfingu landsliðsins í gær og má sjá viðtalið hér að neðan: