KR lagði Grindavík fyrr í kvöld í 19. umferð Dominos deildar kvenna, 67-57. Eftir leikinn er KR sem áður í öðru sæti deildarinnar með 28 stig á meðan að Grindavík er í því áttunda með tvö.

Það voru heimakonur í KR sem byrjuðu leik dagsins betur, leiddu eftir fyrsta leikhluta með 5 stigum, 15-10. Undir lok fyrri hálfleiksins ná gestirnir úr Grindavík þó að vinna þá forystu niður. Allt í járnum þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 27-27.

Í upphafi seinni hálfleiksins ná heimakonur svo aftur að vera skrefinu á undan og eru líkt og eftir fyrsta leikhlutann, með fimm stiga forskot eftir þriðja leikhlutann, 44-39. Í honum gerðu þær svo vel í að halda forskotinu og sigruðu að lokum með 10 stigum, 67-57.

Atkvæðamest heimakvenna í leiknum var leikstjórnandinn Danielle Rodriguez, en á rúmum 36 mínútum spiluðum skilaði hún 15 stigum, 8 fráköstum og 5 stoðsendingum. Fyrir gestina úr Grindavík var það Jordan Airess sem dróg vagninn með 14 stigum og 12 fráköstum.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Myndir / Bára Dröfn