Keflavík lagði Þór Akureyri heima í Blue Höllinni fyrr í kvöld í 17. umferð Dominos deildar karla, 97-89. Eftir leikinn er Keflavík sem fyrr í 2. sæti deildarinnar með 26 stig á meðan að Þór er með 10 stig líkt og Valur í 10.-11. sætinu.

Leikurinn var jafn og spennandi í upphafi. Jafnt var eftir fyrsta leikhluta 18-18. Í öðrum leikhlutanum ná heimamenn svo að vera skrefinu á undan og eru 12 stigum yfir þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik 46-34.

Keflvíkingar byrja seinni hálfleikinn af krafti. Bæta enn við forystu sína í þriðja leikhlutanum og eru 22 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann 76-54. Í honum gera gestirnir að norðan vel í að vinna niður þessa forystu, en allt kemur fyrir ekki, Keflavík vinnur að lokum með 8 stigum, 97-89.

Atkvæðamestur heimamanna í leiknum var Dominykas Milka með 27 stig og 12 fráköst. Fyrir gestina var það Jamal Marcel Palmer sem dróg vagninn með 29 stigum og 4 fráköstum.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Myndir / Reggie Dupree