Martin Hermannsson hefur átt algjörlega magnaða viku með liði sínu Alba Berlín. Síðasta sunnudag varð hann þýskur bikarmeistari, var besti leikmaður úrslitaleiksins og í dag var hann valinn besti leikmaður síðustu umferðar í Euroleage, sterkustu deild evrópu.

Martin áttu frábæran leik er lið hans Alba Berlín vann Zenit Pétursborg 81-83. Hann endaði með 25 stig, 4 fráköst og 7 stoðsendingar.

Þetta skilaði Martin að sjálfsögðu í lið umferðarinnar þar sem hann er í ansi góðum félagsskap. Aðrir í liðinu voru Jonas Jerebko (Khimki Moskvu), Nikola Mirotic (Barcelona), Tyler Dorsey (Maccabi Tel Aviv) og Mike James (CSKA Moskva).