Tveir leikir eru á dagskrá í Domino’s deild karla í kvöld. Topplið Stjörnunnar tekur á móti Grindvíkingum í Mathús Garðabæjarhöllinni. Bæði lið unnu síðustu leiki sína, Stjörnumenn unnu torsóttan sigur gegn Njarðvíkingum en Grindvíkingar unnu sigur gegn Fjölni.

Í Njarðtaksgryfjunni í Njarðvík taka heimamenn svo á móti Val. Fyrir leik sigla Njarðvíkingar lygnan sjó í sjötta sæti deildarinnar en Valsmenn sitja í fallsæti með 10 stig.

Báðir ofangreindir leikir hefjast klukkan 19:15.

Einnig eru þrír leikir á dagskrá í fyrstu deild karla. Klukkan 19:15 taka Breiðablik á móti Selfyssingum í Smáranum og Snæfell fá Vestra í heimsókn, en klukkan 20 mæta Skallagrímsmenn í heimsókn í Forsetahöllina á Álftanesi.