Í dag fara fram þrír síðustu úrslitaleikir Geysisbikarsins í Laugardalshöllinni.

Dagurinn byrjar á úrslitaleik drengjaflokks, þar næst er það stúlknaflokkur og síðan er síðasti leikur dagsins í 9. flokki stúlkna.

Beinar útsendingar verða frá öllum leikjunum annaðhvort á RÚV eða YouTube síðu sambandsins, sem og fréttir hér á Körfunni.

Leikir dagsins


Geysisbikar – Laugardalshöll:


11:30 · Drengjaflokkur: KR – Breiðablik

13:45 · Stúlknaflokkur: KR – Njarðvík

16:00 · 9. fl. stúlkna: Keflavík – KR