Fjórir úrslitaleikir eru í Geysisbikarnum í dag.

Stærstir leikjanna eru úrslitaleikir meistaraflokka karla og kvenna.

Grindavík og Stjarnan mætast í meistaraflokki karla kl. 13:30.

KR og Skallagrímur eigast svo við í meistaraflokki kvenna í næsta leik kl. 16:30.

Beinar útsendingar verða frá öllum leikjunum annaðhvort á RÚV eða YouTube síðu sambandsins, sem og fréttir hér á Körfunni.

Leikir dagsins

9. flokkur drengja:

Fjölnir Stjarnan kl. 10:00

Meistaraflokkur karla:

Grindavík Stjarnan – kl. 13:30

Meistaraflokkur kvenna:

KR Skallagrímur – kl. 16:30

10. flokkur stúlkna:

Keflavík Njarðvík kl. 19:30