KR varð í dag Geysisbikarmeistari í drengjaflokki eftir sigur á Breiðablik í úrslitaleik, 103-79.

KR byrjaði leik dagsins betur. Leiddu með 7 stigum eftir fyrsta leikhlutann, 27-20. Undir lok fyrri hálfleiksins bættu þeir enn frekar í og voru komnar með 17 stiga forskot þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 52-35.

Breiðablik mætti ákveðið til leiks í þriðja leikhluta og náði að saxa forystu KR mest niður í tvö stig. KR sótti þá í sigveðrið í loka fjórðungnum og skiluðu að lokum öruggum sigri, 103-79.

Atkvæðamestur fyrir KR í leiknum var Þorvaldur Orri Árnason með 23 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar. Fyrir Breiðablik var það Sigurður Pétursson sem dróg vagninn með 22 stigum og 6 fráköstum.

Tölfræði leiks

Myndasafn