Af þeim 11 félögum sem áttu lið í nýliðinni úrslitaviku Geysisbikarsins 2020 voru Keflavík og Stjarnan sigursælust, hvort með tvo titla.

Stjarnan vann Geysisbikarinn í meistaraflokki karla og í 10. flokki drengja, en Keflavík í 9. og 10. flokki stúlkna.

Öll félög sem áttu fulltrúa í úrslitaleikjum yngri flokka unnu hið minnst einn titil. Þau sem unnu einn titil voru Breiðablik í unglingaflokki karla, Fjölnir í 9. flokki drengja, KR í drengjaflokki, Njarðvík í stúlknaflokki og þá vann Skallagrímur í meistaraflokki kvenna.

Hér fyrir neðan má sjá dreifingu titla frá liðinni viku, sem og þá úrslitaleiki sem félögin töpuðu.